Episodes

Friday May 27, 2022
10 bestu / Stefán Elí Hauksson S7 E1
Friday May 27, 2022
Friday May 27, 2022
Stefán Elí er engum líkur. Að hlusta á hann tala er eins og að hlusta á einhvern með doktorsgráðu tala um eitthvað sem hann hefur unnnið með í 30 ár eða lengur. En hann er aðeins 22 ára gamall. Hann kann að koma hlutunum frá sér, hann er tónlistarmaður og mikill heimsmaður.
Þette er viðtal sem gæti breytt þinni hugsjón til lífsins til betri vegar.
Takk fyrir að hlusta!

Wednesday Mar 23, 2022
10 bestu / Eva Hrund Einarsdóttir S6 E9
Wednesday Mar 23, 2022
Wednesday Mar 23, 2022
Eva tekur við keflinu þann 1 mai nk sem framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. (MAk). Hún á stóran vinahóp sem hittist reglulega og þá syngur hún alltaf sama lagið sem er hennar lag. 10 laga lístinn hennar er á víð og dreif í stefnum og segist hún vera alæta á tónlist. Hún spilaði á fiðlu lengi sem smíðuð var í Póllandi og tókst að spila með Sinfóníuhljómsveitinni og Kammer. Nú sest hún í hásætið þar þann 1. mai.
Eva hefur setir í bæjarstjórn sl 8 ár og ýmsum nefndum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Henni þykir erfitt að kveðja þetta starf og útilokar ekki að hún komi til baka í pólitík í einhverju formi síðar.
Spennandi tímar eru framundan. Hún ætlar að að fara að elda meira og taka þá hitann af Árna eiginmanni sínum til tuttugu ára í eldhúsinu.
Virkilega gott spjall við konu sem segist ekki alveg vera búin að ákveða hvað hún ætli að verða þegar hún er orðin stór.
Takk fyrir að hlusta!

Wednesday Mar 23, 2022
10 bestu / Einar Geirsson, veitingamaður S6 E8
Wednesday Mar 23, 2022
Wednesday Mar 23, 2022
Einar Geirsson er veitingamaður til fjölda ára. Hann ætlaði að verða besti kokkur á Íslandi og honum tókst það. Hann fer hér yfir ferilinn allan og nýja áhugamálið hans, mótorsportið, sem hann ánetjaðist eftir að hafa farið í áfegnismeðferð árið 2014.
Þau hjónin misstu son sinn í hræðilegu slysi fyrir fimm árum síðan. Hann Óliver. Hvernig lifir maður með slíktir sorg? Fjölskyldan. Hvernig Alex Þór sem er yngsti sonur þeirra er að slá í gegn í mótorsportinu og hvernig allir þessir veitingastaðir þeirra hjóna urðu til.
Einar er framkvæmdamaður sem sagði okkur svo frá næsta verkefni þeirra hjóna sem verður sá fimmti í röðinni og opnar í haust.
Misstu ekki af þessu viðtali við Einar á Rub og kynntumst honum betur. Þessum ofurhuga frá Tálknafirði.
Takk fyrir að hlusta!

Monday Jan 17, 2022
10 bestu / Andri Snær Stefánsson S6 E7
Monday Jan 17, 2022
Monday Jan 17, 2022
Fjölskyldumaðurinn, kennarinn og þjálfarinn sem ólst upp á Eiðum og býr nú á Akureyri og þjálfar stelpurnar okkar er hér í ítarlegu viðtali með allt sitt uppi á borðum. Hvað þarf að gera til að ná slíkum árangri með svona ungt lið eftir að hafa þjálfað þær i svo stuttan tíma sem setti hann á stall með bestu þjálfurum landsins?
10 bestu kynnir með stolti að mínu mati þjálfara ársins 2021. Andra Snæ Stefánsson sem skírði nýfæddan son sinn í ská - höfuðið á Kára Stefáns. Snilld.
Kynnumst þessum einstaka og gefandi dreng mikið betur.
Takk fyrir að hlusta!

Tuesday Jan 11, 2022
10 bestu / Ingibjörg Isaksen S6 E6
Tuesday Jan 11, 2022
Tuesday Jan 11, 2022
Ingibjörg eða ,,Bíbí" eins og vinir hennar þekkja hana kíkti til mín á nýju ári með sín 10 uppáhaldslög. Hún er nýkjörin þingkona og þingflokksformaður. Hún fór yfir starfið, hvernig var að hætta í æðislegri vinnu og taka að sér þetta krefjandi starf næstu 4 árin. Hún talaði auðvitað um fjölskylduna og allt hitt.
Virkilega afslappað og gefandi spjall við unga konu á uppleið og gaman að kynnast henni betur.
Takk fyrir að hlusta.

Monday Dec 13, 2021
10 bestu /Jólaþáttur 2021
Monday Dec 13, 2021
Monday Dec 13, 2021
Bestu vinirnir Dabbi Rún, Siggi Rún, Haukur Grettis og Pétur Guðjóns mættu og sungu inn jólin með mér þessi jól. Þar fengu að fjúka sögur af Frostrásinni, N3 og öllu hinu. Jólaminngarnar sem Haukur talaði um eiga eftir að sitja sem fastast i mér þegar ég rifja upp þennan þátt næstu misserin. Hver þeirra er mesta jólabarnið? Hver hlustar ekki á jólalög? Hver elskar ennþá Snjókorn falla og hverjum þykir Strumparnir sigla undir radarinn með of litla spilun hver ár?
Þeir komu allir með sín uppáhaldsjólalög sem við fórum yfir ásamt ölllu hinu. Þessi þáttur er bara stuð sem kreistir fram jólaandann hjá hverjum hlustanda. Þeir hafa löngu sannað að þeir eru frábærir hver og einn en þá sérstakelga allir fjórir komnir saman.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu árið 2021. Gleðileg jól og við heyrumst á nýju ári.

Monday Nov 15, 2021
10 bestu / Jón Gnarr S6 E4
Monday Nov 15, 2021
Monday Nov 15, 2021
Jón Gnarr hefur ekki mikinn áhuga á tónlist. En það er læknisfræðileg ástæða fyrir því sem hann segir okkur frá. Hann tók með sér samt 4 lög til þess að hafa eitthvað með sér í 10 bestu. 4 viðkunnarlegustu lögin heitir þátturinn að þessu sinni.
Einlægur og vel mælandi Jón Gnarr kynnir okkur nýja hlið á sér þegar hann fer með Eddukvæði og syngur þau. Allt aðra hlið en þá sem við þekkjum. Við komumst að þvi á hann á sér nokkuð líkt með Georg Bjarnfreðarsyni. Hann segir okkur það.
Jón sem við höfum ekki kynnst hingað til. Samband hans við föður sinn og upplifun hans á móðurmissinum. Hann komst allt of snemma að því að hann langaði ekki að vera Borgarstjóri en þurfti að standa vaktina í 3 ár til viðbótar með afleiðingum að hljóta fyrir vikið áfallastreituröskun. Hann vann á færibandi Volvo og setti á hurðar og bretti á 240 og 740 bílinn. Flutti svo þaðan í sænskan skóg sem náði honum.
Af hverju elskar hann Svíþjóð? Hann er kúltúrlega kántríkall sem elskar þögnina, spagettívestrana og myndirnar sem Arnold lék í. Terminator 2 er besta mynd sem hann hefur séð.
Og svo allt hitt. Jón er engum líkur. En hér færðu allt aðra sýn á þessum einstaka karakter sem allir elska. Líka 96 ára gamall maður sem hann hittir í pottinum í vesturbæjarlauginni sem tekið hafði í höndina á Adolf Hitler.
Þú þarft bara að hlusta.
Takk fyrir að hlusta!

Wednesday Nov 03, 2021
10 bestu / Óðinn Svan, EITT HUGAÐASTA VIÐTAL sem ég hef tekið S6 E3
Wednesday Nov 03, 2021
Wednesday Nov 03, 2021
Þriðji gestur minn í sjöttu seríu er Óðinn Svan. Oft stendur hér textabrot um hvað hafi verið rætt í þættinum.
Ég ætla í fyrsta sinn að leyfa viðtali að fljóta með því einu að þú hlustir og vitir ekkert meira.
Hugrekkið lekur af viðmælanda mínum í dag.
Takk fyrir að hlusta!