Episodes

Tuesday Sep 13, 2022
10 bestu / Þorlákur Már Árnason S7 E9
Tuesday Sep 13, 2022
Tuesday Sep 13, 2022
Láki kom í spjall og fór yfir allan ferilinn sinn. Hvar hefur hann þjálfað, spilað og verið yfirmaður knattspyrnumála svo eitthvað sé nefnt. Hann fer einnig yfir slysið sem mótaði fjölskyldu hans og hvernig hann hefur mótast sem þjálfari. Hann stundar jóga og sjálfsrækt. Hann bjó í Hong Kong í miðju kóvíd og segir okkur söguna af því þegar hann var ekki viss um það hvort hann myndi lifa af ferð sína til Súdan. Hann opnar sig á hitamál sem er Þór og KA og hefur sínar skoðnir og liggur ekki á þeim en kemur þeim vel frá sér.
Hann gifti sig 1. sept henni Hafdísi sinni og á afmæli í dag.
Takk fyrir gott spjall Láki, og takk fyrir að hlusta!

Tuesday Sep 06, 2022
10 bestu / Arnar Grétarsson S7 E8
Tuesday Sep 06, 2022
Tuesday Sep 06, 2022
Arnar segir okkur söguna sína. Hann spilaði með Breiðablik, í Grikklandi, í Belgíu og hefur setið í stórum stöðum hjá risaklúbbum um Evrópu. Hann rekur ferilinn sinn allan og tekur út einnig árin sín tvö með KA. Honum líður vel á Akureyri og tók hann við keflinu sem þjálfari KA Í júlí 2021 og fékk sitt fyrsta heila tímabil með KA sumar 2022 og situr liðið nú í 2. sæti deildarinnar þegar aðens tveir leikir eru eftir og úrslitakeppnin. Hvað ætlar Arnar að gera í vetur? Hvert er hans næsta skref og...hver eru hans 10 uppáhaldslög svo eitthvað sé nefnt.
Kynntust betur þessum frábæra og metnaðafulla þjálfara Arnari Grétarsyni og takk fyrir að hlusta á 10 bestu.

Tuesday Aug 30, 2022
10 bestu / Nökkvi Þeyr Þórisson S7 E7
Tuesday Aug 30, 2022
Tuesday Aug 30, 2022
Nökkvi Þeyr er heitasta nafnið í Íslenskum fótbolta í dag. Hann spilar með KA í Bestu Deildinni og er markahæstur með 17 mörk þegar þetta er ritað og 3 leikir eru enn eftir. Það hefur engum tekist að skora 20 mörk i deildinni hingað til og fylgjast nú allir sem hafa áhuga á fótbolta með því hvort þessum unga leikmanni frá Dalvík takist það í fyrsta sinn. Hvernig er að spila með KA? Hvernig þjálfari er Arnar Grétarsson? Hvernig var að að spila í Þýskalandi? Eru einhver risafélög búin að hafa samband núna við leikmanninn? Hver er draumadeildin að spila í ? Hvernig nærðu að skora svona mörg mörk? Hvað gerir þú til að virkja þig? Öllum þessum spurningum svarar þessi einstaklega vel gerði ungi maður sem virðist með báða fætur á jörðinni og segist hafa unnið í foreldralottóinu þegar hann dásamar foreldra sína, systkini og vini. Hann talar um Maríu sína og litla verðandi heimilisforingjann sem er að fæðast í nóvember.
Hér er tilvalin leið til að kynnast heitasta leikmanni á Íslandi í dag betur. Hver er Nökkvi Þeyr Þórisson?
Skylduáhlustun fyrir alla sem ætla sér alla leið.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.

Thursday Aug 25, 2022
10 bestu / Haukur Sindri Karlsson, tónskáld S7 E6
Thursday Aug 25, 2022
Thursday Aug 25, 2022
Haukur Sindri Karlsson er ungt tónskáld sem nemur master við hinn virta skóla Royal Academy Of Music Í London. Hann er á fjórða ári í náminu sínu og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Hans hliðarverkefni eru komin með fleiri tuigi þúsunda fastra hlustenda á mánuði á streymisveitum. Ekki er hægt að líta framhjá því að þessi ungi maður er á hraðri leið og það í rétta átt. Hann ætlar sér langt í heimi kvikmyndatónlistar.
Hver veit hvar Haukur endar, en hann er þegar farinn á banka á dyrnar hjá mörgum stórum. Þú getur fylgst með þessum mæta dreng á www.haukurkarlsson.com

Thursday Aug 11, 2022
10 bestu / Sverrir Ragnars S7 E5
Thursday Aug 11, 2022
Thursday Aug 11, 2022
Sverrir Ragnars fluttist til Bandaríkjanna fyrir 30 árum að læra ensku. Núna þjálfar hann framkvæmdarstjóra Microsoft og fleiri í að verða betri menn og yfirmenn. Hvernig komst hann þangað? Hann er Akureyringur í húð og hár og hann elskar bæinn sinn. Hann gæti vel flutt hingað aftur í komandi framtíð. Hann talar fallega um lífið, stelpurnar sínar tvær og er jákvæður svo í sólina skín. Hann er að gefa út sína fyrstu bók í haust og það er bara líflegt andrúmsloft í kringum þennan skemmtilega og góða dreng.
Mæli með að hlusta. Mikið hlegið en alvaran samt ekki langt undan.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Wednesday Jun 22, 2022
10 bestu / Sigurbjörn Árni Arngrímsson, RÚV kom til mín alveg óvænt S7 E4
Wednesday Jun 22, 2022
Wednesday Jun 22, 2022
Sigurbjörn Árni bjó í Bandaríkjunum í 10 ár og var meðal annars boðin vinna hjá NIKE, í virtum Háskóla og hjá hernum. Hann býr nú á Laugum og er þar skólameistari. Hann á yfir 40 Íslandsmeistaratitla úr hlaupagreinum en segir sig samt vera bara aðeins ágætan hlaupara. En segist ekki vera hógvær. Hann gerði svokallaða ,,hitarannsókn" í Bandaríkjunum sem notuð er um allan heim hjá afreksfólki og nú síðast á Ólympíuleikunum árið 2021 og hefur skilað af sér milli 30 og 40 rannsóknum. Hann segist vera virkur og konan hans segir hann vera annaðhvort ON eða OFF. Hann segir okkur alla söguna. Fjölskyldan, vinnan, lífið, vinirnir, menntunin og Laugar. Sigurbjörn berst nú við krabbamein sem við töluðum um.
Kynntust betur þessum einstaklega gefandi manni. Hér kemur fram ýmislegt sem þú vissir ekki um Sigurbjörn, sem og hans 10 uppáhaldslög.
Þetta gefandi spjall við manninn sem breytti umhverfi frjálsra íþrótta í sjónvarpi til framtíðar á Íslandi og það alveg óvart, er viðtal sem ég skora á þig að hlusta á frá byrjun til enda.
Takk fyrir að hlusta!

Wednesday Jun 08, 2022
10 bestu / Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir, forsetaeinkunn Berklee S7 E3
Wednesday Jun 08, 2022
Wednesday Jun 08, 2022
Birna hlaut á dögunum forsetaeinkunn þess virta skóla Berklee. Hún segir okkur hvernig var að alast upp á Grenivík þaðan sem hún er ættuð og samskipti sín við fjölskyldu og annað. Megnið af þættinum fjallar um það hvernig lítil stelpa sem elst upp í smábæ ákveður að ,,fresta alsælunni" eins og hún orðar það svo skemmtilega, eða leggja til hliðar og fórna fyrir þann stað sem hún er komin á í dag. Aðeins 21 árs gömul hefur hún áorkað miklu. Hún stofnaði samtök fyrir ,,Confident women in music" vegna þess að henn þótti stöllur sínar og hún sjálf ekki nógu góðar að trana sér áfram og héldu allt of oft að sér frekar en að opna á flóðgáttir sínar og leyfa þessu bara að streyma. Hún segir okkur frá því hvernig það er að nema erlendis í slíkum skóla sem Berklee er og hvað þarf til að komast þangað inn.
En ... ég segi sjálfur eftir að hafa hlustað á hana tala í þessa tvo tíma að þetta sé SKYLDUÁHLUSTUN fyrir hvern þann sem þarf á drifkrafti að halda í því sem hann eða hún er að taka sér fyrir hendur og langar að bæta. Þetta er þáttur þar sem foreldrar ættu að setjast niður með börnum sínum og hlusta á hana tala.
Þú verður ekki svikinn af þessum þætti sem er bæði fullur af fróðleik og skemmun ásamt því að þú gætir tekið eitthvað með þér inn í líf þitt.
Þetta er þannig þáttur.
Takk fyrir að hlusta!

Tuesday May 31, 2022
10 bestu / Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri S7 E2
Tuesday May 31, 2022
Tuesday May 31, 2022
Ásthildur hefur verið bæjarstjóri á Akureyri sl. 4 árin. Hún segir okkur söguna alla frá því hún var lítil stelpa og vissi hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Bæjarstjóri, sem, henni hefur tekist að verða í tveimur bæjarfélögum. En hún bjó á Petreksfirði, var bæjarstjóri þar, tók þátt í að koma Hörpunni á laggirnar, tók allan sinn pening sem hún átti úr bankanum sínum í hruninu með tár í augunum. Hún elskar að elda, bjó í Connecticut og hitti þar Ralph Lauren og var sveitt. Hún sagði okkur frá því þegar hún eignaðist dóttur sína Lilju Sigríði árið 2016 eftir að þau hjónin höfðu reynt lengi að eignast barn og vörðu tíma á Vökudeild. Þar mátti litlu muna að illa færi og naumt stóð það um tíma með Ásthildi vegna alvarlegrar meðgöngueitrunar.
Frábært viðtal við bæjarstjórann okkar sem vonandi er ráðinn til næstu fjögurra ára. En hún segir okkur þetta allt sjálf í þessu einlæga viðtali.
Takk fyrir að hlusta !