Episodes

Monday Oct 31, 2022
10 bestu / Hulda Ólafsdóttir, Hjartalagi S8 E8
Monday Oct 31, 2022
Monday Oct 31, 2022
Hulda hjá Hjartalagi kom og spjallaði við mig þennan fallega morgun. www.hjartalag.is. Hulda er alveg einstök. Hún ólst upp í sveit og elskar enn sveitina. Hún lendir í grimmu einelti í grunnskóla og flytur á Stórutjarnir í 9. bekk og kynnist þá fyrst skólavist sem átti eftir að verða svo bestu ár ævi hennar á vistinni í Menntaskólanum á Akureyri. Hulda elskar að dansa og að vinna börnin sín þrjú í spilum. Hulda elskar Ítalíu. Hún bjó á Ítalíu 1992 og heimsótti svo aftur þær ,,heimsalóðir" 30 árum síðar. Hún er fatahönnuður, grafískur hönnuður, markþjálfi og dáleiðari svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég spurði hana hvenær hún ætlaði að hætta að mennta sig þá var svarið einfalt. Aldrei.
Hulda rekur hjartalag.is og hefur gert það frá árinu 2013.
Takk fyrir gott spjall Hulda og takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Monday Oct 24, 2022
10 bestu / Guðríður Sveinsdóttir, kennari S8 E7
Monday Oct 24, 2022
Monday Oct 24, 2022
Guðríður er tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna sem framúrskarandi kennari árið 2022. Hún er gift Heiðari Davíð Bragasyni sem er yfirgolfkennari hjá GA. En þau bjuggu saman í Svíþjóð og Luxemborg meðan hann var atvinnumaður í golfi. Hún segir okkur svo söguna þegar þau ákváðu að flytja heim í kringum hrunið meðan Heiðar var styrktur af bönkunum sem féllu. En svo voru þau búsett á Dalvík í 10 ár sem áttu að vera sex mánaða stopp og eru nú búsett á Akureyri. Virkilega gott spjall við þennan metnaðarfulla kennara sem ætlaði aldrei að verða kennari. Hún er einnig menntaður hagfræðingur og stóð á krossgötum þegar hún gat valið á milli þess að fara að kenna eða fara í bankana að vinna. Valið var auðvelt.
Takk fyrir gott spjall Guðríður.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu

Monday Oct 17, 2022
10 bestu / Bjarni Hafþór Helgason S8 E6
Monday Oct 17, 2022
Monday Oct 17, 2022
Bjarni Hafþór Helgason er mikill sögumaður. Hann kann að segja sögur og var faðir hans slíkur sögumaður einnig. Ég náði Bjarna þegar hann var staddur á Akureyri með ,,sögustund" sem ég kallaði uppistand af tveimur kvöldum af troðfulli húsi gesta sem vart náðu að draga andann vegna hláturs. Hann ólst upp á Húsavík en flutti til Akureyrar 17 ára gamall. Hann rekur söguna alla og hann kann svo sannarlega að gera það vel. Hann spilar fyrir okkur sín 10 bestu lög og við kryfjum hvert lag nánast sem hann hefur samið. Það á eftir að koma þer á óvart hvað hann á mörg af þessum lögum sem við heyrum reglulega.
Takk fyrir frábært spjall Bjarni Hafþór og gangi þer vel með barnabókina sem er væntanleg eftir nokkrar vikur !
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu :)

Tuesday Oct 11, 2022
10 bestu / Snæfríður Ingadóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona S8 E5
Tuesday Oct 11, 2022
Tuesday Oct 11, 2022
Snæfríður hefur skrifað eitthvað um 10 bækur. Allavega það margar að við vorum ekki viss hvað þær voru margar þegar við reyndum að telja. Hún elskar Spán og menntaði sig í Noregi og bjó þar í sex ár og starfaði. Hún hefur ferðast víða og starfar í dag við sitt draumastarf. Hvaðan kemur hún og hvert hefur hún farið? Hún starfaði sem blaðamaður lengi og flutti norður í kringum hrunið. Saman þá ræðum við hennar sögu og öll ferðalögin frá því hún var lítil stúlka til dagsins í dag.
Takk fyrir gott viðtal Snæfríður.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Monday Oct 03, 2022
10 bestu / Árni Árnason, rithöfundur S8 E4
Monday Oct 03, 2022
Monday Oct 03, 2022
Nýjasta bókin hans Árna er Vængjalaus sem Bjartur gaf út núna á dögunum. Við spjölluðum um hana og aðrar bækur sem hann hefur skrifað. Árni hefur verið giftur Kollu sinni lengi og hafa þau verið saman nú í bráðum 20 ár. Hann rak sína eigin auglýsingastofu, Árnasynir, og seldi hana og tók u-beygju í lífinu. Hann segir okkur söguna. Hann vinnur að sköpun þessa dagana og er með ýmis verkefni uppi á borðinu.
10 laga listinn hans er frábær.
Takk fyrir frábært spjall Árni og takk kæri hlustandi fyrir að hlusta!

Sunday Sep 25, 2022
10 bestu / Ólafur Göran Ólafsson Gros, kvikmyndagerðarmaður S8 E3
Sunday Sep 25, 2022
Sunday Sep 25, 2022
Ólafur kom og talaði strax um Svíþjóð. Hann á sænska móður og íslenskan pabba. Saman fórum við yfir hvernig væri að þurfa að hugsa á tveimur tungumálum. Hann útskrifaðist úr virtum skóla í Stokkhólmi sem kvikmyndagerðarmaður og lærði meðan á kóvíd stóð. Hann tók stökkið sumarið 2020. Hann starfar nú sem tæknistjóri hja RÚV og lofaði mér að framleiða íslenska rómantíska gamanmynd og eina jólamynd. Listinn hans var af betri gerðinni. Ólafur er að skrifa handrit að sinni fyrstu bíómynd og ef allt gengur er ekki langt í að hún verðir framleidd.
Takk fyrir gott spjall Ólafur og ég hlakka til að fylgjast með þér í komandi framtíð!
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu kæri hlustandi!

Wednesday Sep 21, 2022
10 bestu / Bryndís Ásmunds, söng - og leikkona S8 E2
Wednesday Sep 21, 2022
Wednesday Sep 21, 2022
Bryndís er nú meiri orkuboltinn. Við sátum saman og töluðum um allt milli himins og jarðar. Hún hefur komið víða við og segir okkur alls kyns sögur af bransanum og sjálfri sér. Hún er ótrúlega lífsglöð kona sem langar að gera allt. Hún greinist á eldri árum, eins og hún orðar það, með ADHD og Bipholar 1. Hún segir okkur hvernig það er að tækla það og ég spurði hana hvort það gæti unnið eð henni í öllum sköpunarkraftinum sem umlykur hana á hverjum degi. Hún svaraði því virkilega vel. Eins og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur.
Bryndís er með tónleika á Græna hattinum þann 12. nóv nk og tekur allt sem hún er þekktust fyrir að taka ásamt einhverju óvæntu einnig.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Thursday Sep 15, 2022
10 bestu / Mundi, Víkings tattoo S8 E1
Thursday Sep 15, 2022
Thursday Sep 15, 2022
Mundi hefur átt viðburðarríka ævi og segir okkur allt frá því hvernig var að alast upp á Selfossi, ekki vinamargur og undir miklu einelti. Hann er lesblindur og það bitnaði á skólagöngu hans verulega. Hann átti sinn besta vin, pabba sinn sem lést 2017. Þeir áttu einstakt samband saman.
Mundi hefur farið víða, allt niður í undirheima Reykjavíkur. Hann hefur náð að byggja sig upp og á nú hana Margréti sína og Ásrúnu dóttur sína sem hann lifir fyrir. Þau reka Víkings tattoo á Akureyri og þar er fjör og mikið að gera alla daga. Tveggja mánaða bið er eftir því að komast í stólinn hjá þessum mikla listamanni sem kemur erfiðri ævi sinni vel frá sér í þessari ótrúlegri frásögn.
Takk Mundi fyrir þetta og takk fyrir að hlusta á 10 bestu!