Episodes

Thursday Jan 05, 2023
Viðtalið - Eymundur Eymundsson
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Eymundur hefur glímt við kvíða alla sína tíð. Það varð til þess að skólagöngu hans lauk fyrr en hann vildi. Hann segir okkur einlæglega hvernig það er að búa við félagsfælni þegar maður er ungur og hvernig það er að búa við hana í dag. Hann er í mikilli sjálfsvinnu og hann starfar sem ráðgjafi í dag og fer meðal annars í skóla og talar við unglinga. Hann vill hjálpa öllum. Það er bara að hafa samband.
Þetta er viðtal sem getur hjálpað þér að vinna þig úr kvíðanum í einlægu og opinskáu viðtali við mjög hugrakkann mann.
Takk fyrir að hlusta!

Tuesday Dec 20, 2022
10 bestu / Jólaþáttur S9 E6
Tuesday Dec 20, 2022
Tuesday Dec 20, 2022
Siggi Rún, Dabbi Rún og Pétur Guðjóns komu og saman ræddu þeir við mig um jólin og allt hitt. Haukur Grettis var a sjó en með i anda. Það er alltaf svo gaman að fá þá í stúdíó. Hver veit mest um jólin i storskemmtilegri spurningakeppni, hvert var þeirra uppáhaldslag á árinu og mest spilað og hver er mesta jólabarnið? Jólin rædd á skemmtilegum nótum og við fengum að heyra gamlar klippur frá tímum Frostrásarinnar. Pétur skúbbaði svo einhverju sem ENGINN ætlar að missa af þegar af verður. Þú kemst i alvöru jólaskap eftir þennan þátt.
Gleðileg jól kæri hlustandi og takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Tuesday Dec 13, 2022
Tuesday Dec 13, 2022
Katrín hefur skrifað greinar um samúðarþreytu og kulnun og er að mínu mati okkar allra fremsti sérfræðingur á landinu hvað það varðar. Hún hefur sökkt sér í málið og komið texta sínum á hið háa Alþingi sem þingsárlyktunartillögu í gegnum alþingismann þar. Hún er með háleit markmið þegar kemur að þessum málum og vill að allir sem eru í áhættuhópi geti nýtt sér úrræði sem snýr að þessu.
Við fórum auðvitað yfir hennar 10 bestu lög og sögu hennar ásamt því töluðum við opinskátt um sorgina. En Katrín starfar sem verkefnastjóri hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni hér á Akureyri. www.heilsaogsal.is
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Sunday Dec 04, 2022
10 bestu / Jói P, tónlistarmaður S9 E4
Sunday Dec 04, 2022
Sunday Dec 04, 2022
Jói P eða Jóhannes Damian Patreksson þekkjum við öll. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu "Fram í rauðan dauðann,, Hann segir okkur frá ævintýrinu öllu þegar það varð að veruleika árið 2017 og hann aðeins 16 ára. Hvernig fer það með 16 ára dreng að verða þekktur á einni nóttu? Hvernig er að sinna sólóferli þegar hann hefur verið með Kidda( Kristinn Óla) alltaf með sér? Hann talar persónulega um tilfinningar sínar sem introvert maður. Hann segir okkur söguna alla og við tökum fyrir allt sem hann hefur gert. Jói er í annarri hljómsveit sem hann segir okkur frá. Mikið af tónlist og gott spjall við Jóa P sem heldur betur er með tvo fætur á jörðinni.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu og okkur Jóa!

Thursday Dec 01, 2022
10 bestu / Steini hjá Húsavík öl - S9 E3
Thursday Dec 01, 2022
Thursday Dec 01, 2022
Hann heitir Þorsteinn Snævar Benediktsson og er 29 ára eigandi og stofnandi Húsavík öl. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði keppni í Frakklandi sem besta brugghúsið í október sl. Hann segir okkur söguna alla sem varð til þess að Húsavík öl varð til og það var mikið talað um mat og drykk sem eru tvö aðaláhugamál hans Steina. Hann vill láta elda ofan í sig set menu og segir okkur eiga að panta það alltaf þegar við förum erlendis á góða veitingastaði. Þá setur kokkurinn nafnið sitt á réttinn. Allt þetta og allt hitt. Hver er Steini?
Hann og konan hans Helga eiga saman tvö lítil börn. Er hægt að sameina heimili og að vinna í brugghúsi nánast allan sólarhringinn?
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Thursday Nov 24, 2022
10 bestu / Tinna Jóhannsdóttir S9 E2
Thursday Nov 24, 2022
Thursday Nov 24, 2022
Tinna er ættuð frá Húsavík en hefur alla sína tíð búið í Reykjavík þar til nú. En hún segir okkur hvernig það var að stökkva úr risastóru, krefjandi og spennandi starfi í annað enn meira spennandi starf hér á Akureyri. Hún hefur starfað sem yfirmaður og stjórnandi frá nítján ára aldri og grípur allt í kringum sig til að læra af. Hún er í sambúð með Heimi Haraldssyni og búa þau saman á brekkunni. Tinnu líður vel fyrir norðan og þykir það bara fyndið að vera skírð í höfuðið á hundi sem hún þekkir ekki neitt. Hún fer með okkur gegnum sínar förnu leiðir og hvað það var sem leiddi hana hingað norður og auðvitað allt hitt líka.
Frábært spjall við frábæra konu.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Friday Nov 18, 2022
10 bestu / Sigurður Rúnar Norðfjörð Marinósson - Siggi Rún S9 E1
Friday Nov 18, 2022
Friday Nov 18, 2022
Fyrsti gestur minn í splunkunýrri seríu er Siggi Rún eða Sigurður Rúnar Norðfjörð Marinósson. Hann tók upp Norðfjörð fyrir ekki svo löngu siðan og segir okkur söguna á bakvið það. Hann ólst upp á Akureyri og hefur búið hér alla tíð fyrir utan eitt ár sem hann bjó í RVK. Hann er giftur og á 3 börn og er mikill KISS maður. Líklega einn sá allra harðasti á landinu ásamt nokkrum öðrum. Við töluðum mikið um tónlist og tónlistaruppruna og stefnur. Hann á farsælan feril sem útvarpsmaður og hefur lengi verið þekktur plötusnúður. Hann segir okkur frá nafninu N3 þegar þeir Siggi, Dabbi opg Pétur Guðjóns stofnuðu það fyrirbæri á sínum tíma
Virkilega gott spjall við þennan mikla sómamann Sigga Rún.
Takk fyrir að hlsuta á 10 bestu!

Wednesday Nov 09, 2022
10 bestu / Skapti Hallgrímsson. www.akureyri.net er tveggja ára!! S8 E9
Wednesday Nov 09, 2022
Wednesday Nov 09, 2022
Skapti segir okkur sögurnar frá þvi hann starfaði hjá Mogganum í 36 ár og var sagt upp þar og rakti tímalínuna að þessu nýja verkefni sem hófst þann 13. nóvember árið 2020. www.akureyri.net, miðillinn hans, fagnar tveggja ára afmæli um þessar mundir. Hann hefur verið með æskuástinni sinni sem hann kynntist í Dynheimum þegar hann var 17 og hún 16 alla tíð. Saman eiga þau þrjár stelpur og segist hann vera glaður fjölskyldufaðir sem fær að njóta lífsins alla daga. Hann hefur ekki mætt til vinnu sl 40 árin segir hann, svo gaman er í vinnunni. Þegar ég spyr hann hvort hann sé að vinna hátt í 250 tíma á mánuði segir Skapti það vera nær 300 tímum. Hann fór á Olympíuleika og fleiri heimsmeistara - og evrópumót sem fréttaritari Morgunblaðsins.
Með stuttu millibili missti Skapti foreldra sína og segist þakklátur að hafa fengið að vera sonur þeirra. Hann segir fallega frá þvi þegar þeir bræður sátu við dánarbeð pabba þeirra og ákveðið lag spilaðist á sama tíma og hann lést. Við spilum það lag og fáum að heyra söguna. Þú vilt ekki missa af þessu gefandi spjalli við mikinn sómamann. Skapti lofaði svo í lokin að birta þessa frétt á miðli sínum þó það væri hann sem sæti hinum megin við hljóðnemann.
Gott fólk við kynnum ekki Skapta á mogganum, heldur Skapta á akureyri.net.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.