Episodes

Thursday Jan 05, 2023
182 - Áskorun - 2. þáttur
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Lína og Kalli komu i annað sinn og deildu med okkur sinni upplifun sl 2 vikur. Við töluðum um áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla þegar sett er sér markmið. Við töluðum um markmiðastigann og ýmislegt annað.
Ekki missa af þessum þætti.
Þú gætir grætt a því að hlusta.

Thursday Jan 05, 2023
182 - Áskorun - 1. þáttur
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Þetta er upphafið. Það er hér sem þetta allt byrjar. Lína og Kalli mætt að ræða framhaldið.
Við fórum yfir það helsta, hvað sé framundan og hvað þau hafa gert hingað til og mögulegu breytinguna sem þau eiga eftir að upplifa næstu þrjá mánuði.
Fylgstu með frá fyrsta þætti.
Takk fyrir að hlusta!

Thursday Jan 05, 2023
182 - Silja Jóhannesdóttir
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Í fyrsta þættinum af "fyrirmyndum" mætir Silja Jóhannesdóttir. Hún hefur aðeins stundað götuhjólreiðar síðan 2019 en samt hefur henni tekist að koma sér á stóra sviðið og sigra keppnir hér á landi og taka þátt í Evrópukeppni þar sem 100 bestu hjólreiðakonur álfunnar keppa.
Þessi árangur er óheyrilega góður í þessari erfiðu úthaldsíþrótt og er eitthvað til að tala um.
Hvernig gerði hún þetta?
Hvað þarf til að ná svona langt. Hvað þarf að leggja á sig og þarf manni að langa þetta meira en næsta manni?
Takk fyrir að hlusta!

Thursday Jan 05, 2023
182 - Kjartan Sigurðsson
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Kjartan Sigurðsson er CEO eða Chief ENERGY officer. Hann telur að með jákvæðni þá ætti heimurinn að verða betri. Við fórum yfir það hvernig við getum gert líf okkar betra með litlum og einföldum leiðum.
Venjur okkar geta unnið með okkur en líka á móti. Getum við losnað við alls kyns kvilla með því einu að hugsa jákvætt?
Þú þarft bara að hlusta á þennan þátt.
Takk fyrir að hlusta!

Thursday Jan 05, 2023
182 - Sigrún Heimisdóttir
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Sigrún Heimisdóttir er eigandi og sálfræðingur hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. www.heilsaogsal.is. Hún er með 13 ára reynslu úr faginu. Við töluðum um það hvort við værum að byrja oft á röngum enda og spurði ég hana hvort það væri sér Íslenskt fyrirbæri. Við komumst að ýmsu í spjallinu okkar sem tengist einmitt því hvort við séum að taka að okkur of stór mál, setja á okkur of háleit markmið og afleiðingar þess að gera það. Einnig ræddum við kulnun og ýmislegt meira sem oft eru afleiðingar þess að setja sér of stór markmið.
Takk Sigrún fyrir faglegt og gott spjall og að svara spurningum mínum sem hafa brunnið lengi.
Takk fyrir að hlusta!

Thursday Jan 05, 2023
182 - Gunni Nella
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Gunni talar af ástríðu, einlægni og reynslu af því að vera of þungur og ná loksins að snúa hugsunum sínum til hins betra. Hvernig gerði hann það? Hvað olli því að hann snéri blaðinu við?
Samfélagið okkar, megrunarkúrarnir og öll átökin. Er það matreitt rétt ofan í fólk sem er orðið of þungt? Hvernig getur einstaklingur náð bata í að ásaka sjálfan sig? Af hverju ásakar hann sig?
Gunni gefur rjúkandi góð ráð hvernig þú getur gert þetta. Hann hefur lesið allar bækurnar, gengið á alla veggina en er samt í dag, of þungur en kann að bera það. En það er eitthvað sem hann kunni ekki áður. Hvernig snéri hann við blaðinu?
Sjalfur segist hann þó ekki hvera neinn sérfræðingur.
Einlægt viðtal við mann sem talar tæpitungulaust um sjálfan sig, átökin, æskuna, ástina og lífið.

Thursday Jan 05, 2023
Viðtalið - Aðalsteinn Árnason
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Steini kom til okkar og segir okkur alla söguna hvernig hann upplifði för sína á dögunum yfir jökulinn ásamt 7 öðrum. 31 dagur, 500 kílómetrar og allt sem því fylgir. Einnig þá rifjar hann upp slysið á sama jökli 22 árum fyrr. Þar sem hurð skall nærri hælum og aðeins 5 metrar skáru úr um það hvort hann lifði eða ekki. Hann hafði aldrei talað um það áður fyrr en hér.
Hver lifir af 25 metra frjálst fall á íssyllu og stendur uppréttur eftir það og hvað þá heldur... tekur þátt í björgunarleiðangrinum sem var ástæða komu hans á jökulinn í það skipti? Alveg einstök frásögn.
Frábært viðtal við Steina sem er strax farinn að plana hvað sé næst.
Takk fyrir að hlusta á Viðtalið!

Thursday Jan 05, 2023
Viðtalið - Kristján Már Þorsteinsson
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Kristján Már kom og sagði okkur þessa ótrúlegu sögu sem flest allir þekkja. Skólamálin á Dalvík.
Hér heyrir þú alla söguna.
Takk fyrir að hlusta!
See all episodes