Episodes

Friday Jan 12, 2024
10 bestu / Heimir Örn Árnason S10 E3
Friday Jan 12, 2024
Friday Jan 12, 2024
Heimir er formaður bæjarráðs, þjálfari KA -Þórs í handboltanum og til næstum 30 ára verið þjálfari. Heimir Örn kíkti í gott spjall. Við fórum yfir feril hans í handboltanum og ég spurði hann hvers vegna hann væri með æðstu þjálfaragráðuna í handboolta ef hann ætlar ekki að nota hana. Allt opið í þeim efnum segir Heimir. Hann á þrjú börn og tók að sér nýtt hlutverk þegar hann náði oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir síðustu kosningar. Ég hef þekkt Heimi lengi en hann kemur á óvart og það ætti í raun ekki að koma á óvart að hann kemur á óvart. En hann gerði það duglega í þættinum þegar hann ákvað að syngja eitt af sínum uppáhaldslögum í 10 bestu. Sá fyrsti sem gerir það. Það hefur hann aldrei gert áður.
Hann er maður orða sinna, vill taka samtalið, og þorir að henda í eitt lag sem reyndar var tekið upp (one take) í stúdíói hjá góðvini hans úr boltanum Degi Sigurðssyni.
Frábært spjall við góðan dreng. Ekki missa af þessu!
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.

Thursday Jun 08, 2023
10 bestu / Ægir Örn Leifsson - hjá THULU S10 E2
Thursday Jun 08, 2023
Thursday Jun 08, 2023
Ægir kom og sagði okkur allt frá þessu spennandi, frábæra og ört vaxandi fyrirtæki sínu Þulu. Af hverju verslar heilbrigðiskerfið í Noregi við fyrirtæki staðsett á Norður Íslandi? Hvað þykir honum gaman að gera og dunda sér við? Hann er giftur Dagnýju sinni og eiga þau saman 3 börn. Hann ólst upp á brekkunni og stundaði hann íþróttir eitthvað frameftir en hætti snemma og fann fjölina aftur í hlaupum, skíðum og allri útivist. Alveg hreint frábært spjall við mann sem er á jörðinni og tekur lífinu með jafnaðargeði þrátt fyrir að vera að reka risastórt fyrirtæki.
Bestu þakkir Ægir fyrir að mæta í 10 bestu!

Thursday Jun 01, 2023
10 bestu / Guðmundur Ómarsson - Gummi í Eldhafi S10 E1
Thursday Jun 01, 2023
Thursday Jun 01, 2023
Fyrsti viðmælandi minn í tíundu seríu er Guðmundur Ómarsson. Hann hefur brallað ýmislegt en er hvað þekktastur fyrir fyrirtæki sitt Eldhaf sem hann stofnaði á sínum tíma og hefur nú selt að fullu. Hann á og rekur isbúðina í miðbæ Akureyrar og hannar öpp fyrir Apple svo eitthvað sé nefnt. Það eru breyttir tímar hjá fjölskyldunni en þau flytjast búferlum til Spánar þar sem ný tækifæri eru velkomin. Hann segir okkur frá því þegar hann hætti að drekka og hvernig líf hans breyttist. Hann var nær dauða en lífi vegna myglu og hefur ekki náð sér að fullu síðan. Hann er með 10 laga rokklista en hann segist vera mjúkur inn á milli á sínum eldri árum samt ekki nema rétt rúmlega fertugur. Frábært spjall við Gumma í Eldhafi. Hann segir okkur söguna sína alla.

Monday Apr 24, 2023
10 bestu / MOLI - Siguróli Kristjánsson S9 E9
Monday Apr 24, 2023
Monday Apr 24, 2023
Moli kom til mín og sagði mér frá því þegar hann fékk þetta viðurnefni, Moli. Hver það var sem ,,á heiðurinn" að nafngiftinni og hvernig það kom til. Í dag er sonur hans kallaður Moli og eitt af barnabörnunum hans var skírt Moli. Hann á bráðum 10 barnabörn. Hann sagði að það hefði verið Páfinn sem gaf leyfi á það. Moli vann í fiski í 36 ár og hefur þjálfað alla tíð með. Hann á farsælan feril með Þór og yngri landsliðum okkar. Af hverju hélt hann ekki áfram í boltanum? Hvernig var að alast upp í bótinni? Hann starfar í frábæru forvarnarverkefni fyrir KSÍ og ferðast hann um landið með það og hefur hefur snúið sér að því að reka Gistiheimilið LAVA apartments og svo tóku þeir feðgar og sá þriðji við Backpackers sem er orðinn vinsælasti staðurinn á Akureyri í dag að mínu mati. Hann reyndar viðurkennir að það sé svo frúin sem gerir síðan allt.
Frábært viðtal við mann sem trúir á það að heimurinn geti orðið betri á hverjum degi.

Wednesday Feb 01, 2023
10 bestu / Gestur Einar Jónasson S9 E8
Wednesday Feb 01, 2023
Wednesday Feb 01, 2023
Gestur Einar er leikandi léttur alltaf. Hann hefur leikið á sviði og í kvikmyndum og hann elskar tónlist. Hann er komin á eftirlaun og dundar sér við ýmislegt eins og að smíða pínulítil hús svo eitthvað sé nenft. Það er býsna fróðlegt að skauta veginn sem hann hefur farið með honum. Hann er meistari í frásögn stórskemmtilegur. Allt fengum við að vita um aðkomu hans að tveimur íkonískustu kvikmyndum sem framleiddar hafa verið á Íslandi. Hann hefur leikið í þeim báðum. Lítið hlutverk í annarri og Gogga sem allir þekkja úr Stellu í orlofi.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu !

Friday Jan 20, 2023
10 bestu / Óðinn Svan Óðinsson, fjölmiðlamaður S9 E7
Friday Jan 20, 2023
Friday Jan 20, 2023
Óðinn Svan hefur staðið sig með prýði sem fréttamaður RÚV á norðurlandi og er að venda kvæði sínu í kross þessa dagana. Hann hefur fært sig um set innan veggja RÚV og segir okkur frá því ásamt öllu öðru hvernig það kom til. Hann hefur búið á Ísafirði, í Danmörku, Noregi og Reykjavík en líður alltaf best á Akureyri þar sem hann býr nú. Hvar ólst hann upp? Hver eru áhugamál hans og ferillinn allur til tímans í dag.
Frábært spjall við einn allra besta fréttamann landsins að mínu mati.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Thursday Jan 05, 2023
182 - Áskorun - LOKAÞÁTTUR
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Kalli og Lína fara yfir sl. 4 manudi. Eitthvad sem enginn má láta framhjá sér fara.
Takk fyrir ad hlusta!

Thursday Jan 05, 2023
182 - Áskorun - 3. þáttur
Thursday Jan 05, 2023
Thursday Jan 05, 2023
Kalli og Lína töluðu um stöðuna í dag. Þau hafa bæði verið að taka eftir miklum breytingum á hugarfari hjá sér sem gaman er að heyra. Hvað gerir markþjálfun fyrir þau? Hversu mikilvægt er að stunda núvitund og hvernig er hægt að samtvinna þetta allt til að ná líkamsárangri og andlegri heilsu á sama tíma?
Misstu ekki af þessu.
Styrktaraðilar eru Ásprent, Salatsjoppan, OAT breakfast og Norður Akureyri. Það er Markþjálfun Norðurlands sem stendur að áskoruninni. www.marknordur.com
Takk fyrir að hlusta!