Episodes

Monday Mar 04, 2024
10 bestu / Birna Bald S10 E9
Monday Mar 04, 2024
Monday Mar 04, 2024
Birna er mikil íþróttakona. Hún ólst upp á brekkunni og er ein þriggja systkina en þau voru fjögur. Hún segist hafa verið mikill gaur og upplýsir hver fyrsta ástin í lífi hennar var. Hann á að vita það en eftir þetta spjall þá veit hann það þar sem hún nafngreinir hann :) Birna missti bróður sinn þegar hún var rétt um tvítugt og hann tuttugu og eins árs. Hún deilir með okkur sorgarferlinu eftir að hann tók sitt eigið líf. Hvernig er að missa einhvern svo nákominn sér og læra að lifa með því?
Þann 6. ágúst 2023 er dagurinn sem breytir lífi Birnu þegar hún lendir í alvarlegu rafskútuslysi þar sem ekkert var vitað með framhaldið í dágóðan tíma. Henni fannst eins og hún hefði eyðilagt líf sitt að taka skutluna undir áhrifum áfengis.
Hún fer með okkur skref fyrir skref í gegnum ferilinn sinn sem íþróttakona, þegar hún varð heimsmeistari í íshokký , þrefaldur íslandsmeistari í blaki eftir að hafa lagt skóna á hilluna og slysið sem mótaði líf hennar upp á nýtt. Gaf henni annað tækifæri. Hún segist breytt eftir það en heldur eins og hún getur í Birnu sem er spontant, hress og segir oftar já en nei.
Hér er frábært spjall við þessa ungu konu sem langar að að gera allt í lífinu og er bara rétt að byrja.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!

Wednesday Feb 21, 2024
10 beste / Nicolai Horntvedt Kristensen, håndball S1 E1
Wednesday Feb 21, 2024
Wednesday Feb 21, 2024
Nicolai er den første til Mølla som kommer på besøk i den splitter nye podcast - serien, Dine 10 beste. 10 bestu (Islandsk) har vært populært på Island siden 2018 der de startet i radio, men siden 2021 har den vært kjørt igjennom podcast. Vil du være med? Ta med deg dine 10 favoritt låter, ta med deg godt humør og si oss allt du kan om deg! Nicolai starter denne journyen i Norge. Jeg leter etter flere deltakere fra Norge. Hvem har lyst til å være med? Det er bare å kontakte meg direkte på: asgeirasgeir(at)gmail.com

Tuesday Feb 20, 2024
10 bestu / Sveppi - Sverrir Þór Sverrisson S10 E8
Tuesday Feb 20, 2024
Tuesday Feb 20, 2024
Frábær þáttur. Hvernig varð allt til? Þessi gæi hefur skapað margt sem orðið er "cult" á skjánum. Af hverju gekk hann hringinn í kringum landið? Hvernig kom hugmyndin til hans og hvernig gekk...að ganga? Hvernig fékk Auddi óvart vinnu á Popptíví? Á Ásgeir Kolbeins nafnið á FM 95Blö? Steypustöðin, Algjör Sveppi brandið, Sveppamyndirnar, Cannes hátíðin, Santa Barbara, Montpellier, Dr.frúin, börnin, staðan núna, framtíðin og... er Draumurinn að koma á skjáinn aftur? Hvað et að snáðast? Það er margt nýtt sem þú lærir um manninn Sverri Þór þessar mínútur. Hann hefur leikið í mörgum þáttum, kvikmyndum og á sviði. Hvað er í uppáhaldi hjá honum frá leikhúsinu og af hverju það verk? Sátum í tæpar 3 klst. Hefðum getað tekið 6 klst auðveldlega.
Takk fyrir gott spjall Sveppi.
Takk fyrir að hlusta!

Monday Feb 19, 2024
KSÍ framboð til formanns 2024 / Vignir Már Þormóðsson
Monday Feb 19, 2024
Monday Feb 19, 2024
Vignir kom og kynnti sig fyrir okkur í góðu spjalli. Hvaðan er hann og hvað hefur hann verið að gera sl árin?
Af hverju ætti hann að taka formannsstólinn á laugardaginn? Vignir hefur rekið fleiri veitingastaði i gegnum tiðina og nú siðast hótel. Hann er akureyringur, ættaður að austan og á aðsetur í Reykjavík. Hann er giftur Hörpu Steingrímsdóttur og hann segir okkur frá fjölskylduhögum, uppvextinum, börnunum og svo ræðum við framboðið vel. Ef þig langar að kynnast þessum sómapilti að norðan betur, getur þú gert það hér og haft gaman af.
Takk Vignir fyrir að kíkja til mín i spjall og gangi þér vel á laugardag!
Megi sá besti vinna!

Monday Feb 12, 2024
10 bestu / María Heba, leikkona S10 E7
Monday Feb 12, 2024
Monday Feb 12, 2024
María Heba er stödd a Akureyri ad taka þàtt i uppsetningu leikritsins ...and Björk off corse eftir Þorvald Þorsteinsson. Hún fer yfir sína tíð sem leikkona, móðir og eiginkona. Þau hjónin, Kristófer Dignus og hún, eiga saman þrjú börn og hafa verid saman í 30 ár. María fagnar timamotum á árinu og segir okkur öll vera nógu góð og ættum að læra að skilja það betur. Hún lék i kvikmyndinni Okkar eigin Oslo og í sjónvarpsþáttunum Systrabönd og hlaut fyrir þau hlutverk Edduna. Svo hefur hún tekid þátt i alls kyns uppfærslum. Hún starfar sem flugfreyja í dag og langaði alltaf að verða dansari. Hún elskar gott karaokí og góðan dans vid goða tonlist. Það var gaman og gott að setjast niður með Maríu Hebu og kynnast henni betur. Takk María fyrir frábæran eftirmiðdag og kæri hlustandi takk fyrir ad hlusta a 10 bestu.

Wednesday Feb 07, 2024
10 bestu / Axel Flovent (IN ENGLISH) S10 E6
Wednesday Feb 07, 2024
Wednesday Feb 07, 2024
Since Axel has almost 800.000 monthly listeners on Spotify, and most of his followers do not speak icelandic, is why we do this interview in english. Where does this guy come from? He comes from a small place in Iceland. Why and how all this success? Is he happy about where he stands today as an artist and for what he has done so far? Could he get even bigger if he used social media to advertise himself? If so why doesnt he? We talked alot about his music and off course his 10 favorite songs (name of the show, 10 bestu) Axel Flovent is a steady growing artist with potential to become a big star. Thats my take on him.
New LP is coming. Yes. His life and his music and everything in between in this podcast.
Thank you for listening wherever you are in the world, and thank you Axel Flovent for a great talk and for being such a good person you are.

Tuesday Feb 06, 2024
10 bestu / Björn Grétar Baldursson - Pabbalífið S10 E5
Tuesday Feb 06, 2024
Tuesday Feb 06, 2024
Mikið var gaman og nærandi að tala um pabbahlutverkið sem pabbi við annan pabba. Björn Grétar var kominn á þann stað i lífinu að vilja ekki vera pabbi, og tímapunkturinn þegar honum var boðið að fara breytti lífi hans til þess sem það er í dag. Hann stofnaði Pabbalífið og breytti hugsjón sinni alveg til föðurhlutverksins. Hann segir okkur allt fra þvi hvernig hugmyndin varð til og hvort hann hefði grunað hversu stórt verkefni þetta yrði. Þegar Björn Grétar var þriggja ára gamall lifði hann og fjölskyldan hans af snjóflóðið í Súðavík. Hús þeirra fór undir og er þetta alveg hreint mögnuð frásögn. Hann opinberar sig tónlistarlega í viðtalinu, mögulega syngur hann, og er alveg til í að segja hlutina eins og þeir eru. Hann segist ekki vera fullkominn pabbi en hann hefur breytt sér til betri vegar þannig að aðrir feður líta til hans og hlusta þegar hann talar. Ég er einn af þeim pöbbum.
Björn Grétar er magnaður í alla staði.
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu :)

Tuesday Jan 30, 2024
10 bestu / Hildur Eir Bolladóttir S10 E4
Tuesday Jan 30, 2024
Tuesday Jan 30, 2024
Í fjórða þætti í þessari seríu fékk ég til mín kvenskörunginn Hildi Eir. Við fórum yfir hennar vegferð og fjölskylduhagi. Hildur hefur tvisvar sinnum greinst með krabbamein. Hvernig sérð þú lífið öðruvísi eftir slíka reynslu? Er munur á því hvernig lífið er metið í dag en var? Vinnan hennar er sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju og þar starfar hún á daginn. Hún brennur fyrir það starf, en ætlaði að verða eitthvað allt annað en prestur þegar hún var yngri. Gaman var að heyra söguna hvernig hún ákvað að setja á sig hvíta kragann. Henni þykir gaman að skrifa og hefur hún gefið út ljóðabækur. Svo má búast við meiru þar í komandi framtíð. Sem eru góðar fréttir fyrir þá sem hafa lesið bækurnar hennar. Og alla hina líka sem eiga það eftir. En hvað það verður, verður að koma í ljós.
Það var virkilega gaman að tala við hana um lífið, um dauðann og allt þess á milli. Hildur er merkilega skemmtileg kona.
Þú þarft bara að hlusta og þá samþykkir þú það:)
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.