Episodes

Friday Feb 12, 2021
10 bestu / Ingó Guðmunds - Eigandi 6a Kraftöl S1 E10
Friday Feb 12, 2021
Friday Feb 12, 2021
Ingó er einn af sex stofnendum og eigendum 6a kraftöl sem er microbryggerí staðsett á Akureyri. Það fylgdi listanum hans fullt af sögum á bakvið 10 laga listann hans og hann kemur víða við. Ingó þykir gaman að dansa og er mikill lífskúnstner sem elskar að njóta lífsins. Hann ætlar að dansa í kvöld. Skemmtilegt viðtal.

Thursday Feb 11, 2021
10 bestu / Aldís Kara S1 E9
Thursday Feb 11, 2021
Thursday Feb 11, 2021
Aldís Kara Bergsdóttir er afrekskona á skautum. Hún fer ítarlega yfir ferilinn, markmið sitt að ná inn á Ólympíuleika 2022 ásamt öllu hinu. Hún er með báða fætur á jörðinni og spilar hér fyrir okkur sín uppáhaldslög. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að læra helling af henni. Íþróttakona Akureyrar í tvö ár röð og Skautakona ársins tvö ár í röð. Aldís er frábær!

Sunday Feb 07, 2021
10 bestu / Stebbi Jak S1 E8
Sunday Feb 07, 2021
Sunday Feb 07, 2021
Stebbi Jak eða Jak, spilar sín 10 uppáhaldslög. Það ER ný plata á leiðinni frá DIMMU og JAK er sömuleiðis á leiðinni með plötu. Hvenær? Stefán er jarðbundinnn og með hlutina á hreinu. Við settum nagga í ofninn í beinni og ýmislegt annað. Hann kemur hreint fram og þykir gaman að tala og segja sögur. Virkilega skemmtielgt viðtal við rokkstjörnuna sem við öll þekkjum. 10 bestu er tekið upp LIVE og er þátturinn aldrei klipptur til. Öllu er hleypt í loftið.

Friday Feb 05, 2021
10 bestu / Dóri Ká S1 E7
Friday Feb 05, 2021
Friday Feb 05, 2021
Halldór Kristinn Harðarson a.k.a. Dóri Ká kíkti til mín með sín 10 bestu. Hann er annar eigandi Podcast stúdíó Akureyrar www.psa.is.
Hann er ýmislegt að bauka, það er ALLTAF eitthvað um að vera og hann er mikill Akureyringur og örugglega einn mesti Þórsari í heiminum. Hann elskar vini sína og 603. Er ný plata á leiðinni? Hlustaðu hér á frábæran þátt.

Monday Feb 01, 2021
10 bestu / Sverre Jakobsson S1 E6
Monday Feb 01, 2021
Monday Feb 01, 2021
Sverre Andreas Jakobsson afreksmaður í handbolta, rifjar upp eftirminnilegasta leikinn á ferlinum. Hvernig það er að spila úrslitaleik á Ólympíuleikum og hann sagði okkur líka ótrúlega sögu sem tengist nafninu hans ásamt meiru. Sverre er engum líkur og mikið gæðablóð. Fórum yfirr ferilinn hans frá A-Ö. 10 laga listinn hans er óútreiknanlegur og hann á sér sitt uppáhaldslag.

Friday Jan 29, 2021
10 bestu / Villi Vandræðaskáld S1 E5
Friday Jan 29, 2021
Friday Jan 29, 2021
Vilhjálmur B. Bragason á sinn uppáhalds tónlistamann. Hver er hann? Villi segur okkur frá veru sinni í LA og hvernig hann fékk djobbið á N4 ásamt því að rifja upp skemmtilegar sögur. Villi klikkar seint og er eiginlega hinn fullkomni viðmælandi.

Thursday Jan 28, 2021
10 bestu / Heiðdís Austfjörð S1 E4
Thursday Jan 28, 2021
Thursday Jan 28, 2021
Hvar á maður að byrja þegar maður fær glimmerdrottninguna í viðtal? Þvílíka orkusprengjan! Af hverju er hún kölluð glimmerdrottningin? Af hverju á hún svona marga fylgjendur? Heiðdís opnaði sig fyrir persónulegum málefnum. Það er allt uppi á borðinu hjá henni og engin leyndarmál. Frábær 10 laga listi.

Wednesday Jan 27, 2021
10 bestu / Björk Óðins S1 E3
Wednesday Jan 27, 2021
Wednesday Jan 27, 2021
Björk Óðinsdóttir fagnaði 2 sæti á Crossfit games á eftir Annie Mist. En hvaða fána flaggaði hún? Hún rekur nú tvær líkamsræktarstöðvar. Eina sem hún keypti daginn sem hún var í viðtalinu og var algjört leyndó leyndó. Hún gifti sig eiginmanni sínum sem er í landsliði Bandaríkjanna í bobsleðum. Listinn hennar kom á óvart. Ýttu á play!

