Episodes

Friday Mar 05, 2021
10 bestu / Eyfi Kristjáns, tónlistarmaður S2 E8
Friday Mar 05, 2021
Friday Mar 05, 2021
Eyjólfur Kristjáns er auðvitað einstakur lagahöfundur og tónskáld. Hann er með íslenskan lista með sér með mjög pesónulegum lögum. Hver er Álfheiður Björk, hver er Nína? Hann sagði okkur allt frá Nínu, samstarfið við Stebba Hilmars og hvernig það var að vera stórstjarna með 3 lög á hverju ári sem verða stærstu lög landsins. Frábært spjall við mikinn meistara sem skráð sig hefur fyrir löngu í sögu Íslenskrar tónlistar.

Thursday Mar 04, 2021
10 bestu / Sindri Swan, leikari og leikstjóri S2 E7
Thursday Mar 04, 2021
Thursday Mar 04, 2021
Sindri bjó í London í 11 ár og lenti í ýmsu fjörugu meðan á námi hans stóð. Hann er kominn heim og er með risamarkmið. Uppáhaldslagið hans með Bítlunum er lag sem er mögulega ekki lag... en er samt lag. Svo er listinn hans virkilega fjölbreyttur og flottur. Hann stundar núvitund og er opinn fyrir henni, og svo er hann mikill áhugaljósmyndari. Hann segir líka (off air) að Gerard Butler sé svalur náungi sem kom skemmtilega á óvart þegar hann hitti hann í vinnu sinni erlendis.

Tuesday Mar 02, 2021
10 bestu / Einar Höllu S2 E6
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Einar Höllu Guðmundsson er nýjasti gestur minn. Við ræddum Angurværð sem er hljómsveit hans, plötuna sem er væntanleg, börnin öll og hvað sé framundan hjá honum sem tónlistarmanni árið 2021. Listinn hans er frábær og hann spilaði sitt uppáhaldslag og segist hafa grátið þegar hann heyrði það á tónleikum. Skylduáhlustun fyrir þá sem hafa gaman af öllu tónlistargrúski.

Thursday Feb 25, 2021
10 bestu / Marta Nordal, leikhússjóri LA S2 E5
Thursday Feb 25, 2021
Thursday Feb 25, 2021
Við fórum yfir ferilinn hennar og fengum að vita hvenr leiklistaráhugi hennar hófst fyrir alvöru. Kom eitthvað annað til greina en að starfa við leiklist? Hún tók við djobbinu árið 2018 og hvað tekur við á nýju ári?
Hún á sér sitt uppáhaldslag sem hún tengir við "dash af sherrý" og góða gamla daga. Hana langar að verða Dj og ég veit ekki hvað og hvað.
Þú bara verður að hlusta á Mörtu...það er þannig.

Wednesday Feb 24, 2021
10 bestu / Séra Svavar Alfreð S2 E4
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
Svavar Alfreð Jónsson er sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Hann á sér sitt uppáhaldslag og hann segir okkur sögurnar í kringum áhugamál sín, fjölskylduna, ferilinn og veiruna sem þau hjónin fengu.
Frábær spjall við þennan mikla öðling.

Friday Feb 19, 2021
10 bestu / Sigrún Sigurpáls S2 E3
Friday Feb 19, 2021
Friday Feb 19, 2021
Sigrún Sigurpáls hefur náð miklum árangri samfélagsmiðlaum eins og flestir vita. Við ræddum ýmis mál. innilegt spjall um samfélagsmiðla, áhrif þeirra á ungt fólk og á hana sjálfa. Hún tjáir sig mikið með tónlist og er listinn hennar einlægur og stútfullur af tilfinningum. Sigrún er hugrökk ung kona og opnar hún á hin ýmsu mál sem snúa að henni sjálfri og vinnu hennar.
Smelltu til að hlusta.

Thursday Feb 18, 2021
10 bestu / Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlamaður S2 E2
Thursday Feb 18, 2021
Thursday Feb 18, 2021
Nýjasti gestur minn er Skúli Geirdal fjölmiðlamaður og hönnuður. Við ræddum saman vel og lengi um allt og ekkert. Hann notar farða, hann hefur stofnað fyrirtæki, hann er kominn í nýtt starf hjá Háskóla Akureyrar við kennslu, hann hefur náð miklum líkamlegum og andlegum árangri með lífsstílsbreytingu sinni sem þú VERÐUR að heyra og hann elskar Ingó Veðurguð.
Þáttur sem þú verður að heyra.

Tuesday Feb 16, 2021
10 bestu / Eyþór Ingi - ÍSLENSKUR LISTI - S2 E1
Tuesday Feb 16, 2021
Tuesday Feb 16, 2021
Eyþór Ingi Jonsson er organisti Akureyrarkirkju og tonlistarmadur mikill. Hann raeddi Hymnodiu, Birki blae, skaddada oxl, og tonleika og plotu sem er framundan. Fyrsti alislenski 10 laga listinn.