Episodes

Tuesday Mar 23, 2021
10 bestu / Hans Jónsson, transmaður S3 E6
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
Hans Jónsson, er transmaður og öryrki. Hann segir okkur alla söguna. Hvenær hann komst að því og ferlið allt sem er í sjálfu sér ótrúlegt að hlusta á. Hann segist vera nörd og skilgreinir hann hvers vegna. Hann er baráttumaður og á erfitt með að láta umræðu bara liggja en þarf sitt speis og fer reglulega inn í sína eigin bubblu eins og hann orðar það sjálfur. Hann er giftur og býr eiginmaður hans í Kanada. Hann er í framboði en hann vill ekki verða Þingmaður. Hann kýs einfaldara líf. Hann er milill tungumálamaður með beinskeitta rödd og veldur henni vel þegar ég spurði spurningarinnar sem alls ekki má spyrja.
Hlustaðu á einstakt viðtal við þennan lífsglaða náunga sem gengið hefur í gegnum ýmislegt. Þetta er eiginlega skylduhlustun.

Friday Mar 19, 2021
10 bestu / Hallur Örn Guðjónsson S3 E5
Friday Mar 19, 2021
Friday Mar 19, 2021
Hallur Örn hlustar mikið á kvikmyndatónlist. Hann hefur náð æðislegum árangri með lífstílsbreytingu sinni. Hann hefur minnkað um helming. Hann segir okkur söguna af því þegar mamma hans kom til hans og grátbað hann að grípa í taumana þegar hann var orðinn allt of þungur og til dagsins í dag. Við fáum alla söguna. Hvað þarf? Hvað skal gera? Hvað er að vera feitur? Á að nota orðið feitur? Hvenær skal notast við orðið feitur?Hallur er með svarið fyrir sjálfan sig. Hann brennur fyrir leiklist og fékk af þáttarstjórnanda áskorun í beinni útsendingu.
Viðtal við frábæran viðmælanda sem nennir ekki einhverju stressi sem þú verður að hlusta á til enda.

Tuesday Mar 16, 2021
10 bestu / Haukur á Græna hattinum - S3 E4
Tuesday Mar 16, 2021
Tuesday Mar 16, 2021
Haukur Tryggvason tók við rekstri Græna hattarins árið 2003. Hann hefur haldið viðburði þar síðan og aðeins misst úr nokkur skipti sem vert á staðnum. Hann hefur tvisvar sinnum ætlað að hætta en í annað skiptið þá fékk hann örlagaríkt símtal frá Grími Atlasyni sem hann segir okkur frá, í hitt skiptið var það eftir covid. "Ef þetta opnar ekki núna þá hætti ég´"... Þeir opnuðu sem betur fer. Haukur er með 10 laga Íslenskan lista og fer yfir hann af kostgæfni. Hann sagði okkur frá því að hann kunni ekki á hljóðfæri nema þegar hann spilar einn og enginn hlustar nema hann, en Styrmir Hauksson sonur hans kann hinsvegar að taka upp tónlist. Aldrei hefur hann þó unnið fyrir pabba gamla.
Frábært viðtal við góðan félaga úr bransanum sem margir þekkja.

Monday Mar 15, 2021
10 bestu / Árni Beinteinn, leikari S3 E3
Monday Mar 15, 2021
Monday Mar 15, 2021
Árni kíkti með sín 10 bestu lög. Hann leikur Benedikt búálf í uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Eða "Benna" eins og Árni vill kalla hann. Fullt hefur verið úr húsi á allar sýningar og mærir hann meðleikara sína í viðtalinu mjög. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann komið víða við og er nýgiftur og eignuðust það lítinn mola, hann Aron Beintein í apríl 2020. Hann er í hljómsveitinni Haf, hann semur tónlist og skrifaði hann handrit að útvarpsleikriti aðeins 10 ára gamall. Geri aðrir betur.
Hann ræddi covid stuttlega, fjölskylduhagina, LA, framtíðina og það kom á óvart hvernig draumaár hans lítur út.
Gott viðtal við Benedikt búalf, Árna Beintein.

Thursday Mar 11, 2021
10 bestu / Eiki Helgason, Braggaparkið - S3 E2
Thursday Mar 11, 2021
Thursday Mar 11, 2021
Eiki kom og sagði okkur hvernig þetta allt byrjaði. Við spiluðum meira að segja brot úr ótútgefinni tónlist sem hann hefur verið að dunda sér við að semja og hefur ekki heyrst áður opinberlega. Hann sagði okkur frá X-Games, Monaco fjörinu og hvernig það er fyrir tvo bræður úr sveitinni að tækla þennan risastóra heim.
Eiki gerði nýjan atvinnumannasamning núna 33 ára gamall og hann rekur nokkur fyrirtæki og þau nýjustu eru Brettaparkið og www.birtacbd.is sem hann á og rekur meðal annars með Emmsjé Gauta og fleirum. Eiki gerði vel og bauð hann hlustendum 10 bestu afslátt allan marsmánuð 2021 af vörum sínum. Eiki þolir ekki stress og er drengur góður í alla staði.
Það margborgar sig að hlusta á þennan þátt.

Wednesday Mar 10, 2021
10 bestu / Vala Fannell S3 E1
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Vala hefur þrátt fyrir ungan aldur leikstýrt hinum og þessum verkum og núna síðast sínu fyrsta stóra verki á leiksviði Leikfélags Akureyrar, Benedikt Búalfi. Hún leikstýrði þar á meðal, Árna Beinteini, Björgvini Franz, Völu Guðna, Króla og fleirum stórum stjörnum. Hún sagði það ekki mikið mál. Vala bjó í London í 10 ár og lærði þar leiklist og leikstjórn og stofnaði sitt eigið fyrirtæki. Hún drekkur biksvartan espresso og elskar Janis Joplin. Virkilega skemmtilegt spjall við þessa ungu konu sem á framtíðina fyrir sér í öllu sínu.

Monday Mar 08, 2021
10 bestu / María Pálsdóttir, Hælinu. S2 E10
Monday Mar 08, 2021
Monday Mar 08, 2021
María Pálsdóttir leikkona, frumkvöðull og athafnakona mætti í stúdíó með sín 10 bestu. Hún sagði okkur frá Hælinu, Svíþjóð, Noregi, börnunum, uppeldisárunum, sveitalífinu, mótórhjólabakteríunni og öllu hinu. Hún starfar fyrir LA í dag sem skólastjóri leiklistarkóla LA og á Hælinu Eyjafjarðarsveit.
Virkilega gefandi spjall við jákvæða og duglega unga konu sem er ekki alveg ákveðin í hvað hún vill verða þegar hún verður stór.

Friday Mar 05, 2021
10 bestu / Þráinn Lárusson, athafnamaður S2 E9
Friday Mar 05, 2021
Friday Mar 05, 2021
Þráinn Lárusson, athafnamaður gæti sagt okkur sögur í tvo sólarhringa samfellt. Hann rifjaði upp Mexíkó, Tékkland, Noreg, Egyptaland, Magnús Þór Sigmundsson og það einstaka samband sem bindur þá tvo bestu vini ásamt Ítalíu, Spán og 1929 sem var vinsælasti skemmtistaður á Íslandi. Hann rekur tvö hótel í dag, þrjá veitingastaði og bráðum tvö bakarí og einn skemmtistað. Hann á þrjú mótórhjól og er mikill já-maður. Það er lag sem samið er til hans á listanum hans og er "lagið hans Þráins". Frábært spjall við mikinn og góðan dreng og einstakan sögumann.