Episodes

Wednesday Apr 28, 2021
10 bestu / Pétur Guðjóns, leikstjóri S4 E4
Wednesday Apr 28, 2021
Wednesday Apr 28, 2021
Pétur hefur komið víða við. Hann ákvað fyrir 15 árum síðan að gera alltaf eitthvað skemmtilegt. Hann snéri við blaðinu eftir eitt og hálft taugaáfall og ákvað að taka sig á. Hann segir okkur sögurnar á bakvið N3, Hljóðbylgjuna, Frostrásina og útvarpið sem hann rak sjálfur og var afleiðing taugaáfallsins. Leiklistin, leikstjórastólinn og fjölskyldan á hug hans í dag. Hann frumsýnir fjögur verk á aðeins fimm mánuðum og geri aðrir betur. Hann dílar við kvíða með vinnu og hefur sínar eigin pælingar hvað það allt varðar. Hann samdi jólalag sem við spiluðum og annað lag sem Friðrik Ómar syngur.
Hann varð afi aðeins 40 ára og fékk að vita það þegar hann var í miðju gigg-i. Hann sá konuna sem hann ætlaði að giftast og eignast börn með þegar hann var aðeins 17 ára. Enn eru það saman í dag. 33 árum síðar.
Pétur er einstaklega jákvæður og skemmtilegur viðmælandi.

Tuesday Apr 27, 2021
10 bestu / Auður Ösp, leikmynda og búningahönnuður S4 E3
Tuesday Apr 27, 2021
Tuesday Apr 27, 2021
Auður kom með sín 10 uppáhaldslög og spilaði þau. Hún lærði í Prag og starfaði sem iðnhönnuður fyrstu tíu árin. Hún var svo á sýningu í Milano þegar hún rambaði inn á stað þar sem allt snérist við. Nokkrum mánuðum síðar var hún flutt til Tékklands og var komin með íbúð á besta stað við Moldá í þriggja ára námi.
Við fáum að heyra allt varðandi uppsetningarnar hennar, stríðinina í stóra bró, og þegar Auðarholt sem hún er skírð í höfðuðið á, hennar heimili, bókstaflega flæddi inni. Þá komst hún ekki í skólann og þurfti að bíða uns flóðinu rénaði.
Skemmtilegt viðtal við unga konu á uppleið í lífinu.

Tuesday Apr 20, 2021
10 bestu / Hjalti Rúnar , leikari S4 E2
Tuesday Apr 20, 2021
Tuesday Apr 20, 2021
Hjalti mætti með sín 10 uppáhaldslög í Podcast stúdíó Akureyrar. Hann leikur í nýrri uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálfi og leikur þar tvö stór hlutverk. Hann lék í kvikmyndinn Ikingut annað aðalhlutverkið þegar hann var aðeins 9 ára gamall og kynntist lífinu almennilega meðan á því stóð.
Hann er tilfinningavera og þorir að tala um þær. Einu sinni mótmælti hann því að vera skutlað í sund og taldi hann bílstjórann ætla að kála sér. Hann mótmælti alltaf á fimmtudögum á skólalóðinni. Hann er sonur fyrrverandi leikhússtjóra LA og leikstjóra kvikmyndarinnar Regínu, Maríu og Bróa Ben. Hjalti er hálfbróðir Eyvindar Karlssonar.
Í bland við þennan frábæra 10 laga lista sem þessi frábæri listamaður mætti með, kom margt upp á yfirborðið hjá honum. Meðal annars gömul skólaást sem hann telur sig vera kominn yfir en lagði hann í ástarsorg aðeins 13 ára gamall.
Hlustaðu á þetta frábært viðtal við jákvæðann Hjalta Rúnar Jónsson.

Friday Apr 16, 2021
10 bestu / Rúnar Eff - Ótrúleg saga. S4 E1
Friday Apr 16, 2021
Friday Apr 16, 2021
Rúnar Eff er tónlistarmaður, margfaldur Íslandsmeistari í íshokkí og hann hefur víða komið við. Hann segir okkur sögurnar af því þegar hann hlaut verðlaun í Bandaríkjnunum fyrir besta söng og besta band á kántríverðlaunahátíð. Frá Eurovisíon ævintýrinu, þegar hann spilaði í Las Vegas, Texas og þegar hann fékk sér að borða í bænum La grange þar sem hann fékk í magann. Hann hefur tekið þátt í risa stórri uppfærslu í Danska sjónvarpinu (TV 2 Clemens AllStars 2 - Tag med til Joanna (2008) - YouTube ) og fengið tilnefnt að hann hafi náð að gera eina af 10 bestu coverum með A-ha á official heimasíðu þeirra norsku sveitar.
Ferillinn, öll ævintýrin og allt hitt í frábæru viðtali við góðan dreng.
Það er ný plata sem kemur út með honum á næstunni og hann er bara rétt að byrja.

Wednesday Apr 14, 2021
10 bestu / Jón Lúðvíks, miðill og uppistandari. ALLT LÁTIÐ FLAKKA! S3 E10
Wednesday Apr 14, 2021
Wednesday Apr 14, 2021
Í síðasta þættunum á þriðju seríu mætir til leiks Jón Lúðvíks. Hann kom í spjall og obinberaði allt líf sitt. Ofbeldið í æsku, misnotkunina, undirheimana og baráttuna við kerfið ásamt öllu hinu. Hann hefur verið án hugbreytandi efna í 21 ár og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Óhræddur við að opna á allt.
Þetta er skylduáhlustun. Á tveimur klukkustundum er allt líf hans opinberað.
"Þetta er ég" Jón Lúðvíks!

Wednesday Mar 31, 2021
10 bestu / Helga Kvam, tónlistarkona S3 E9
Wednesday Mar 31, 2021
Wednesday Mar 31, 2021
Helga Kvam er mikil tónlistarkona. Hún fer yfir það sem hún hefur verið að gera til að heiðra tónskáld og aðra sem eru látnir og eiga skilið að minnast. Hún ólst upp á tónlistarheimili og ætlaði að hætta þegar hún fékk nóg 14 ára gömul. Hún er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar ásamt því að sinna listinni í allri sinni dýrð. Ef þú hefur gaman að klassískri tónlist og rólegu spjalli um hitt og þetta þá er þetta þáttur fyrir þig.

Monday Mar 29, 2021
10 bestu / Gísli Einarsson, Landanum S3 E8
Monday Mar 29, 2021
Monday Mar 29, 2021
Gísli fæddist í sveit og fór í Samvinnuskólann og var orðinn Kaupfélagsstjóri tvítugur. Hann kynntist Guðrúnu konunni sinni í Skagafirði þar sem þau störfuðu saman og þau giftu sig 30 árum síðar. Hún þurfti að hugsa sig um, sagði hann. Samstarfið með Sóla Hólm og Hvanndalsbræðrum, RÚV, Landinn, Út og suður og allt hitt sem hann hefur gert er grunnur þessa viðtals. 10 laga listinn hans er persónulegur og stundum "ekta Gísli".
Gísli er mikill heiðursmaður og þetta er virkilega skemmtilegt og fjörugt spjall eins og hann er sjálfur.

Wednesday Mar 24, 2021
10 bestu / Þorvaldur Bjarni, Todmobile - S3 E7
Wednesday Mar 24, 2021
Wednesday Mar 24, 2021
Þorvaldur Bjarni er búinn að semja allavega yfir 500 lög. Við fórum yfir ferlilinn, Todmobile og af hverju heitir hljómsveitin Todmobile. Einnig töluðum við um Menningarfélagið, SinfoniuNord, Hollywood og hvernig hann náði að landa því að fá að vinna með Jon Anderson úr Yes. Jon Anderson hringdi í hann! Einnig hefur hann unnið með Steve Hackett úr Genesis, Tony Hadley úr Spandau Ballet og öllum hinum. Eurovision ævintýrið er krufið og svo auðvitað... hvaða 10 lög setti Þorvaldur á listann sinn ásamt öllu hinu sem þú vissir ekki um manninn!