Episodes

Thursday Jul 01, 2021
10 bestu / Baldvin Esra, Saga Travel, KIMI records S5 E3
Thursday Jul 01, 2021
Thursday Jul 01, 2021
Baldvin rekur tvö fyrirtæki...eða eitt eins og hann kallar það.
Saga Travel og Eyrarland auglýsingastofu. Hann fer yfir það efni sem hann gaf út þegar hann rak KIMI records. En hann hefur gefið út tugi titla á ferlinum með útgáfu sinni. Einnig þá fórum við yfir ferðamálin á Íslandi. Baldvin er framkvæmdaglaður og vildi ekki starfa á þingi eða í bæjarmálum vegna þess að hann þarf að fá málin í gegn...hratt. Hann er búinn að framkvæma mikið, búa erlendis, sækja fleiri tónleika en líður alltaf best heima með sínum.
Kostendur þáttarins eru. Ölgerðin, Norður líkamsrækt (www.nordurak.is), Rub23, Vamos, Blackbox Akureyri, Slippfélagið Akureyri og Birta cbd (www.birtacbd.is) ATH!
Hlustendur 10 bestu fá afslatt hjá BirtuCBD með að slá inn kóðann 10bestu áður en greitt er.

Friday Jun 25, 2021
10 bestu / Atli Hergeirs, Toymachine S5 E2
Friday Jun 25, 2021
Friday Jun 25, 2021
Atli er stjórnandi podcastsins Leikfangavélin og einn af þremur stjórnendum podcastsins Kiss Army Iceland. Hann fór yfir allan ferilinn með Toymachine, þegar þeir voru farnir að banka á hinar alræmdu dyr fægðarinnar erlendis og þar til þeir hættu. Svo hittust þeir aftur fyrir fullu húsi gesta.
Cult er eitthvað sem þáttarstjórnandi lagði undir hann. Hann mögulega játti því að vera búinn að taka þátt í að búa það til með Toymachine. Hann fór yfir föðurmissinn, fjölskylduna og allt þess á milli. Lögin hans 10 eru rokkuð, enda rokkari í grunninn.
Hann spilar á bassa og tekur stundum tónleika heima í Hafnarfirðinum. Atli segist vera mikill Akureyringur og elskar að koma norður.
Kostendur þáttarins eru Rub23, Vamos, Slippfélagið Akureyri, Blackbox Akureyri, Norður líkamsrækt (www.norurak.is) og Birtacbd sem er nýjasti koastandinn. (www.birtacbd.is) Allir hlustendur fá afslátt hja Birtucbd þeegar þeir verla á netinu og nota kóðann 10bestu.
Takk fyrir að hlusta!

Wednesday Jun 16, 2021
10 bestu / Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur S5 E1
Wednesday Jun 16, 2021
Wednesday Jun 16, 2021
Berglind Ósk Guðmundsdóttir er ung kona á uppleið fædd í Kópavogi. Hún náði markmiði sínu að ná 2 sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðaustur kjördæmi og stefnir á hið háa Alþingi aðeins 27 ára gömul í næstu kosningum. Hún starfar sem lögfræðingur á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri. Það er frábært að hlusta á hana tala vegna þess að hún virðist vita sína leið í lífinu. Fjölskylda hennar kallaði hana forsætisráðherrann eð þegar hun var lítil stelpa. Það var í raun vitað hvert hún stefndi. En hún lendir í að reyna að finna sig eins og allir aðrir og þrátt fyrir að hún telji sig finna að hún sé að eldast þá minnti þáttarstjórnandi hana á áð hún væri nú bara tuttugu og eitthvað.
Það eru menntamálin sem eiga hennar hug og stefnir hún helst eitthvert innan þeirra. En annars var gaman að kynnast þessari brosmildu og lífsglöðu konu, tala um eitthvað allt annað en pólítik, en samt eitthvað. Og heyra líka listann hennar af 10 uppðáhaldslögum hennar.
Svona eru 10 bestu.

Thursday Jun 10, 2021
Thursday Jun 10, 2021
Hvað ef það væri til grunnskóli með persónulega nálgun á hvern nemanda með það að markmiði að fá eitthvað skapandi frá nemandanum og hugmyndir fremur en að veita allar upplýsingarar?
Sá skóli er til og heitir Ásgarðsskóli - skóli í skýjunum. Kristrún Lind Birgisdóttir er skólastjóri skólans. Hún fer með okkur í gegnum ferlið að koma skóla á sem átti að geta höfðað til ungmenna á grunnskólaaldri. Við fórum í gegnum menntastefnu bæjarins og landsins frá A- Ö, og hvað virkilega þarf til svo að við verðum þjóð sem gætum orðið leiðandi í löndum í kringum okkur. Eða á heimsvísu. Það eru öll gögn til.
Með krefjandi spurningum kemst Kristrún vel frá og svarar upp á 10 hugmyndafræði sinni. Fjölskyldan átti heima í Hong kong um tíma og það var í einni veiðiferðinni til landsins sem Bjarki eiginmaður hennar nældi í hana. Hann var ekki að veiða fisk. Þau eiga saman tvö börn. Lagalistinn hennar er valinn útfrá börnunum en byrjunarlagið er valið af þáttarstjórnanda út frá viðmælanda sínum mótaður níunda áratugnum. 80,s.
Þetta er skylduáhlustun allra foreldra sem eiga barn á grunnskólaaldri. Þetta er skylduáhlustun fyrir barn og ungling á grunnskólaaldri.

Tuesday Jun 01, 2021
10 bestu / Blaine McConnell is preparing for the OLYMPICS S4 E8
Tuesday Jun 01, 2021
Tuesday Jun 01, 2021
Blaine spends most of his time at the Gym training others and himself. He is preparing for THE OLYMPICS in February. He owns two Gyms and is married to Björk Ódinsdóttir from Akureyri Iceland and together they have one daughter, Ronja. He lives there now and at first he thought it was a bit small but now he thrives there well running his Gyms. We talked a lot about his profession as a TEAM USA bobsledder preparing for the Olympics, his training carrier, how he trains and what he thinks is important to get your goals. Also in between chatting, we played his top 10 favorite songs.
Push play and listen to a guy who has a lot of knowledge in the exercise world with a background in Soccer, American football and Cross fit. Also... I think Blaine is a very likeble guy.
Á milli þess að reka tvær líkamsræktarstöðvar, æfir hann að kappi fyrir vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Hann er giftur Björk Öðins og saman eiga þau eina dóttir, Ronju . Við töluðum mikið um undirbúninginn fyrir stærsta sviðið, og fórum i gegnum ferilinn hans í fótbolta, amerískum fótbolta og crossfit. Við fórum í gegnum æfingaferlið hans og hvað þarf til að komast á þetta risastóra svið eftir aðeins 3 ár sem bobsleðamaður. Einnig, eins og alltaf, þá spiluðum við hans 10 uppáhaldslög.
Misstu ekki af þessum þætti. Þessi mikli nagli er ljúfur sem lamb.

Tuesday May 25, 2021
10 bestu / Trausti Haralds, maðurinn á bakvið hittarana! S4 E7
Tuesday May 25, 2021
Tuesday May 25, 2021
Trausti Heiðar Haraldsson hefur samið fleiri hittara í gengum tíðina. Meðal annars fyrir hinn eina sanna Pál Óskar. Hvað ef ég segði þér að Trausti eigi alla vega fjóra hittara sem hann samdi fyrir PÓ? Trausti og Palli breyttu Eurovision með laginu Minn hinsti dans. Einnig þá samdi hann Dolce Vita og samdi hann það til konunnar sinnar þegar Páll Óskar áttaði sig á að þetta yrði ,,the next big thing" sem það svo varð.
Hann er í bandinu ROK í dag og spiluðum við tvö lög af nýju plötunni. Annað þeirra er þegar óútgefið og kemur út á næstu dögum. Hann rekur stórfyrirtæki, á stóra fjölskyldu og er mjög upptekinn. Hann valdi sér lag þegar ég spurði hann hvaða lag hann hefði viljað hafa samið. Einnig þá náði hann að velja sér artista þegar ég bað hann að velja sér hann. En hann þurfti að hugsa sig vel um.
Misstu ekki af þessu frábæra viðtali við, að mínu mati, besta lagasmið okkar Íslendinga. Ég óska hér með eftir umboðsmanni fyrir Trausta.

Thursday May 13, 2021
10 bestu / Guðrún Veturliðadóttir, tónlistarkona og tæknimaður S4 E6
Thursday May 13, 2021
Thursday May 13, 2021
Guðrún Veturliðadóttir ólst upp fyrir vestan og austan land.
Hún flutti til Dublin og er að nema þar tónlistarupptöku og tæknistjórn en Covid sendi hana heim í fjarnám. (Music production). Hún starfar fyrir Menningarfélag Akureyrar (MAK) og hefur tæknað nokkur stór verk fyrir SinfoniaNord sem er orðin heimsþekkt fyrir Hollywood upptökur á hinum ýmsu kvikmyndum. Það er eitthvað spennandi á leiðinni í loftið frá henni en það var sama hvað ég gekk á hana, þá mátti lítið gefa upp. Mögulega getur þú gruflað það upp.
Guðrún fékk örlagaríkt símtal frá pabba sínum sem breytti stefnu hennar þegar hún hafði ráðið sig í vinnu á tjaldsvæði á Seyðisfirði. Eftir það símtal er hún í raun að elta drauminn.
"Bara meiri músík" svarar hún ítrekað þegar hún fær spurninguna hvað sé framundan.
Hún lifir og hrærist í tónlist og vinnur líka rauðu dagana. Tekur sér lítið frí. Þessi unga kona á eftir að ná langt.
Mundu bara nafnið. Guðrún Veturliðadóttir.

Wednesday May 12, 2021
10 bestu / Herborg Rut Geirsdóttir, landsliðskona og leikmaður Ljungby í íshokkí S4 E5
Wednesday May 12, 2021
Wednesday May 12, 2021
Herborg Rut mætti með sín 10 uppáhaldslög.
Það er frábært að fá í sett til sín unga konu sem er svona opin fyrir tilfinningum og öllu sem viðkemur henni. Henni er nokk sama um almenningsálitið í dag en var það ekki alltaf. Hún hefur þurft að leggja mikið á sig til að komast þangað sem hún er komin í dag meðal annars með hjálp sérfræðinga. Hún flutti til Noregs sem lítil stelpa og hefur kynnst mörgum góðum vinum þar en hún segist vera mikill Akureyringur. Eftir að hún flutti til Svíþjóðar hefur líf hennar heldur betur breyst.
Hún fékk covid og segir okkur hvernig það er að upplifa það og eftirköstin sem því fylgir nú rúmlega árið síðar . Hún er enn að díla við það.
Frábært spjall við unga konu á uppleið í lífinu.
Þetta viðtal er skylduáhlustun fyrir fólk sem langar að verða betri í íþróttinni sem þeir stunda eða ná einfaldlega betri tökum á lífinu aftur eftir erfitt covid tímabil.