Episodes

Tuesday Oct 26, 2021
10 bestu / Magni Ásgeirs, þarf alltaf að vera gigg? S6 E2
Tuesday Oct 26, 2021
Tuesday Oct 26, 2021
Annar gestur minn i sjöttu seriu er enginn annar en Magni Ásgeirs. Vid fórum yfir ferilinn eins og hann leggur sig. Á móti sól, sólóferilinn, Rockstar supernova ævintyrið, fjölskylduna, Bræðsluna, börnin, konuna, tónlistarskólann sem hann á og rekur og tónlistina. Frábært spjall við einn af okkar bestu rokkurum. Hann stofnadi meira ad segja hljomsveitina SHAPE. Geri aðrir betur. Þeir eru enn ad. Hann segist vera i 34 coverböndum og hafa lært mikid af ævintýrinu vestanhafs. Hann er jarrðbundinn, nýbúinn ad kynnast NETFLIX og skilur núna loksins hvers vegna þessi sófi er i stofunni heima. Og ...já þú þarft bara að hlusta.
Takk fyrir að hlusta.Hér er þátturinn.

Friday Oct 15, 2021
10 bestu / Hlynur M. Jónsson eða Icefit S6 E1
Friday Oct 15, 2021
Friday Oct 15, 2021
Hlynur mætti med sin 10 upppáhaldslög. Hann opnaði sig i einlægu viðtali um fíknina, alkóhólismann, fyrirtaekin sín, fjölskylduna sem hann er svo náinn og litla dýrmaeta demantinn sinn sem hann á. Dóttur sina sem er honum allt.
Virkilega einlægt viðtal vid athafnamann sem ætlar sér stóra hluti i lífinu, er rétt að byrja og leggur ofuráherlsu a að allir séu vinir og gódir vid hvort annad.
Hlynur er mikill mannvinur og góður maður.

Monday Oct 11, 2021
10 bestu / Biggi Maus, Birgir Örn Steinarsson S5 E9
Monday Oct 11, 2021
Monday Oct 11, 2021
Biggi Maus mætti með sín 10 lög en hann segist hafa geta mætt með 2000 lög. Að velja 10 lög er ekki hægt stadfestir hann. Við fórum yfir Maus ferilinn, Vonarstræti og Lof mér að falla handritin sem hann skrifadi. Nyja handritid sem hann er ad skrifa, hvar hann kynntist konunni, tonlistinni, Eyrarrokk og nýja lagið hans og sóloferilinn sem er að vakna aftur eftir hvíld. I dag er hann er sálfræðingur sem starfar fyrir Pieta samtökin og listamadur nýfluttur norður á land með alla fjölskylduna.
Vid forum einfaldlega yfir allt sem skiptir mali og engu mali.
Takk fyrir ad hlusta!

Tuesday Aug 17, 2021
10 bestu / Sveinn Jónsson í Kálfskinni S5 E8
Tuesday Aug 17, 2021
Tuesday Aug 17, 2021
Það var loksins að við náðum að hittast.
Þessi frábæri viðmælandi ber þess engin merki að vera að slaga í nírætt. Hann kann svo margar sögur og rifjar hann upp feril sinn frá A-Ö. Fyrirtækin, stóra Hlíðarfjallsverkefnið, Danmörk, Ása, konan sem hann hefur elskað í 63 ár. Fjölskyldan er mikilvægust segir Sveinn.
Það er lítið hægt að skrifa um þetta eðalmenni. Þú verður bara að hlusta.

Wednesday Aug 11, 2021
10 bestu / Matthías Rögnvaldsson frá Stefnu hugbúnaðarhúsi S5 E7
Wednesday Aug 11, 2021
Wednesday Aug 11, 2021
Matthías er einn af eigendum Stefnu hugbúnaðarhúss og stjórnarformaður. Hann á sér farsælan feril úr bæjarmálum á Akureyri og margir þekkja hann þaðan. Hann er vinamargur og þykir gaman að hlusta á góða tónlist. Listinn hans er blandaður af 60s 70s og 80s tónlist.
Hann segir okkur frá æskuárunum þegar hann þurfti að taka 4. bekk aftur og lenti í miklu einelti vegna þess. Hann var ekki mikið fyrir skóla og hefur skoðanir á skólamálum. Hann rekur fyrirtæki með 35 starfsmönnum í dag sem vex um 15% á ári. Hann slær samt ekkert um sig og keyrir um á 12 ára gamalli Hondu CRV. Af því hann þarf ekkert meira.
Matthías hefur leiðtogahæfileika sem skín í gegnum lága starfsmannaveltu og samrýndri fjölskyldu. Hann djammaði til 18 ára aldurs, duglega, og svo kynntist hann Erlu sinni og þau eignuðust 5 börn áður en Matti varð þrítugur.
Vinnan , fjölskyldan, vinirnir, Spánn og ... já vinnan.
Takk fyrir gott spjall Matti.

Monday Aug 09, 2021
10 bestu / Snorri Ásmunds, myndlistarmaður S5 E6
Monday Aug 09, 2021
Monday Aug 09, 2021
Snorri Ásmunds kíkti til mín í kaffi. Hann segir frá listinni, æskuárunum og skólaárunum. Hann er með einstaka sýn á lífið, hvernig hann sér það, og það skín í gegn þegar hann talar um það brosandi. Ég hef aldrei fyrr talað við Snorra en það var eins og við hefðum hist hundrað sinnum.
Hann hætti að drekka áfengi fyrir löngu síðan og hann fór yfir það af æðruleysi. Af hverju gerir Snorri þessa hluti sem enginn annar gerir? Þykir honum gaman að stugga við fólki og því sem talið er "eðlilegt"? Hvað þykir honum um samfélagið sem hann býr við í heild sinni? Hvað er honum eðlislegt? Er hann hamingjusamur? Verður hann einmana? Hann segist vera sígauni sem þyki gaman að dansa. Hann er á leið erlendis og veit svo ekki söguna meir. Hann vill ekki vita nema það að hann sé að fara erlendis á meðal dýranna í skóginum. Frjáls og úr fjötrum, stundum líka úr fötum.
Virkilega athyglisverð innsýn í þennan merka listamann. Hann þorir að tala frá hjartanu.
Takk Snorri.

Wednesday Aug 04, 2021
10 bestu / Silvía Rán Björgvinsdóttir, íshokkístjarna S5 E5
Wednesday Aug 04, 2021
Wednesday Aug 04, 2021
Við fórum yfir hvernig það er að vera að gera samning við stærstu deild í heimi. Að spila með þessum allra bestu. Silvía er á leið í efstu deild í Svíþjóð í íshokkí. Við tókum saman landsliðsferilinn, hvað þarf að leggja á sig og hún kom með áhugaverðar nalganir gagnvart thvi og orkudrykkjum.
Hvernig þeir unnu gegn henni og hvernig þeir geta unnið með henni.
Fjölskyldan, vinirnir, fórnirnar, markmiðin, hvað þarf að leggja á sig, samfélagið sem er orðið gegnsúrt af útlitsdýrkun, ólumpíuleikar og lögin hennar Silvíu.
Hún er spennt að spila með og gegn þeim bestu í sterkustu deild í heimi.
Silvía er okkar skærasta íshokkístjarna.

Wednesday Jul 07, 2021
10 bestu / Geir Borgar Geirsson eða Geiri Geira S5 E4
Wednesday Jul 07, 2021
Wednesday Jul 07, 2021
Þessi þáttur er bara góð saga út í gegn. Þvílíku sögurnar sem fengu að fjúka. Enda ekki við nienu öðru að búast frá viðmælanda mínum í dag. Hann hefur skoðanir, liggur ekki á þeim og hann sparar ekki stóru orðin. Geir Borgar, eða Geiri Geira flutti til Noregs með fjölskylduna árið 2011 þá var hann búinn að fá nóg.
Hann segir okkur allt...þá meina ég allt. Þessi þekkti lífskúnstner hefur frá miklu að segja og það er bara gaman að hlusta á hann tala.
Kostendur þáttarins eru Birtacbd.is, norðurak.is, Rub23, Slippfélagið Akureyri, Blackbox Akureyri, Ölgerðin og Markþjálfun Norðurlands, marknordur.com.
Takk fyrir að hlusta!